Kominn tími til að sunnlendingar hætti reksti skíðasvæða?

Nú finnst mér að öll sveitarfélög landsins ættu að taka saman um rekstur skíðasvæða á norðurlandi þar sem snjórinn er og vélarnar til að gera hann ef hans nýtur ekki við.
mbl.is Fastráðnum starfsmönnum í Bláfjöllum og Skálafelli sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það væri tóm vitleysa að fara að gera þetta ennþá flóknara með því að reyna að ná samstöðu allra sveitarfélaga. Þau eru misvel stæð og þetta yrði eitt risa bjúró-bákn. Best væri að sveitarfélögin myndu kaupa snjóframleiðsluvélar og setja í Bláfjöll. Þar með væri hægt að hafa nógu marga opnunardaga til þess að reksturinn stæði undir sér, með þeim starfsmönnum og tækjum sem til þarf. Það er engin tilviljun að öll erlendu skíðasvæðin eru meira og minna keyrð áfram á tilbúnum snjó (grunnurinn) og svo er öll ofankoma af himnum bara bónus. Fyrir þá sem vilja kynna sér þetta þá er hér linkur: http://science.howstuffworks.com/snow-maker.htm

Það þarf að nútímavæða Bláfjöll. Setja upp aðstöðu fyrir krakka (líkt og gert hefur verið í sundlaugum höfuðborgarsvæðisins) og góða aðstöðu fyrir brettafólk, sem mér skilst að sé í miklum meirihluta nema á þeim dögum þegar "góðviðrisiðkendur" komi uppeftir. Einnig þarf að einfalda miðakaup/sölu. Ef sveitarfélögin leggja grunninn (kaupa snjóvélar) þá getur þetta alveg gengið.

Kveðja

Rúnar

Rúnar (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:31

2 identicon

ps."Best væri að sveitarfélögin SEM NÚ REKA BLÁFJÖLL myndu kaupa snjóframleiðsluvélar og setja í Bláfjöll ..."

R (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:32

3 identicon

Er ekki í lagi með þig vinur ?

Hvað með t.d krakkana sem eru að æfa skíði hér fyrir sunnan ?

Þér til upplýsingar þá hafa þau verið að æfa í Bláfjöllu undanfarið þó að ekki hafi verið hægt að opna fyrir almenning.

Það þarf klárlega að koma upp sjóframleiðsluvélum í Bláfjöllum.

Kv. RAJ

RAJ (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 15:46

4 identicon

Nokkrir punktar um skíðasvæðin:

Það kemur ekki á óvart að fólk er farið að hugsa hver sé framtíð skíðasvæðanna hér á höfuðborgarsvæðinu. Sjálfur er ég mikill skíðamaður og hreinlega elska íþróttina. Byrjaði ungur að æfa skíði, var nokkuð frambærilegur á sínum tíma allt fram að hálfþrítugu, þá hætti ég að æfa og hóf að þjálfa unglinga og börn. Í dag hef ég hætt þjálfun, en í stað þess nýti ég hvert tækifæri sem gefst til að renna mér sjálfur.

Fór einmitt um daginn þegar var opið í Bláfjöllum, ekki mikill snjór, en flestar leiðir opnar og fjöldi fólks að renna sér. Svæðið í Bláfjöllum var vel skipulagt, þá á ég við allt vel merkt og auðvelt að fara um svæðið. Þegar leið á daginn fjölgaði fólki á svæðinu og þá voru fleiri lyftur ræstar og því voru nánast engar raðir þrátt fyrir góða aðsókn. Þetta gerði það að verkum að ég og allir hinir gátum rennt okkur viðstöðulaust í frábæru færi og veðri. (Það er sennilega starfsfólkinu sem nú á að fara að segja upp hversu vel tókst til þegar náðist að opna svæðið.)

Þarna voru heilu fjölskyldurnar sem sennilega áttu jafn frábæran dag og ég. Þetta er ástæðan fyrir því að mikilvægt er að halda skíðasvæðunum gangandi, einmitt til þess að heilu fjölskyldurnar geti drifið sig saman upp í fjall og gert sér glaðan dag.

Svo er til hópur fólks sem stundar skíði sem keppnisíþrótt, þessi hópur hefur undanfarin ár rennt sér fleiri daga hér á höfuðborgarsvæðinu opnunardagar segja til um. Það er vegna þess að skíðafélögin hafa fengið aðgang að svæðunum þegar snjór er í lágmarki og geta komist af með lítið svæði til að stunda æfingar. Þetta hefur verið gert í samráði við starfsmenn svæðanna og ef þeim verður sagt upp, hver verður þá framtíð skíðafélaganna?  Foreldrar eru til í að keyra börnin sín á æfingar upp í Bláfjöll, en ég er ekki viss um að þau séu til í að keyra til Akureyrar!

Þess vegna segi ég að uppsögn þessarra starfsmanna er grafalvarlegt mál og hefur miklu meiri áhrif og á fleiri aðila en fólk gerir sér grein fyrir. Það ættu þeir sem hafa með málið að gera að hafa í huga. Þessi aðgerð gæti verið banahögg skíðaiðkunar á höfuðborgarsvæðinu.

En hvað er til úrlausnar?

1.    Setja upp snjógirðingar og hafa mannskap og tæki til að ýta snjó úr þeim þegar gefur.

2.    Fjárfesta í snjóframleiðsluvélum.

3.    Byggja upp nýtt svæði á nýjum stað þar sem nóg er af vatni og rafmagni til snjóframleiðslu. 

4.    Byggja yfirbyggt skíðasvæði í Úlfarsfellinu með löglegri keppnisbrekku.

Meðan verið er að hugsa hver framtíð svæðana eigi að vera, skora ég á að þeir starfsmenn sem eftir verða, verði nýttir til að framkvæma lið númer 1 hér að ofan. Árangurinn af því gæti komið skemmtilega á óvart.

Með skíðakveðu.

Gunnlaugur Magnússon 

Gunnlaugur Magnússon (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Egill Andrés Sveinsson

Höfundur

Egill Andrés Sveinsson
Egill Andrés Sveinsson

Akureyringur,  K.A. maður, hugsjónamaður og fótboltafíkill

Spurt er

Myndir þú nota rafmagnsbíl þó hann væri verulega kraftminni en bensín bílar og kæmist ekki yfir 70 km?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 057
  • 060

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 656

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband