Aldrei fór ég í strætó

Jæja við Frúin ætluðum að taka strætó í gær niður í bæ og vorum frekar sein fyrir svo ekki var mikið pælt í hvert við þurftum að fara til að taka vagninn.  Er við komum svo á stoppistöðina tók við stutt bið efir að vagninn kom og kom þá akkúrat í gagnstæða átt við þá stoppstöð sem við vorum á og engin stoppistöð hinumegin við götuna. Er við löbbuðum aftur heim á leið fékk ég smáskammir fyrir að vita ekki hvar vagninn kæmi og hvaða stoppistöð við þyrftum að vera á, á meðan hló ég bara að þessu og sagði að þetta hlyti þá að vera ferðin "Aldrei fór ég í strætó" fyrst við gátum ekki tekið vagninn. LoL

Í gærkvöldi var svo bróðir minn með partý í tilefni af afmælinu sínu og tókum við strætó þá niður í bæ eftir að hafa farið vel yfir leiðarbókina hjá strætó og skoða vel hvar hann ætti að koma svo engin ruglingur yrði nú í þetta sinn sem og varð ekki. Wink Og komumst við því niður í bæ vel tímalega.  Eftir smátíma hringdi ég þó í afmælisbarnið og athugaði hvort ekki væri í lagi að mæta aðeins fyrr enda var ég með gjöfina hans í poka og ekkert þægilegt að halda á honum um allan bæ, Var hann þá að koma úr sturtu en bara nokkrar mínútur í að veislan átti að byrja. FootinMouth En hann komst þó á réttum tíma og svo var setið við fögnuð fram eftir kvöldi, Frúin fór að vísu eftir klukkutíma viðveru eða svo enda þreytt í hendinni en sjálfur sat ég nær allan tímann enda margir sem þurfti að spjalla við og nokkrar persónur þarna sem maður hefur varla séð í fjölda ára þ.e. gamlir vinnufélagar síðan um og kringum 2000. e. kr.  svo maður sé nákvæmur.  Eftir veisluna fór maður svo og hitti Kidda félaga og tölti með honum áleiðis heim.

Í morgun vaknaði maður svo vel þunnur og ekki til í neitt en fljótlega hringdi síminn hjá Frúnni og þar var yngri bróðir hennar að boða heimsókn svo maður varð að stökkva til og reyna koma sér í ástand til að taka á móti gestum, en hann var að koma með son sinn sem hann eignaðist nú um jólin og leyfa Frúnni að sjá hann og koma með boðskort í Skírnina hjá honum.  Eftir heimsóknina leið mér samt lítið betur af þynnkunni svo ég lagði mig í þrjá til fjóra tíma og vaknaði allur endurnærður, og drifum við Ellý okkur þá út í góða veðrið.  Kíktum upp í Kjarnaskóg og fórum svo í kaffi til ömmu en hún átti afmæli í gær ásamt Tryggva félaga mínum.  Fengum þar pönnukökur og mjólk og hittum frænku þar fyrir frænku mína frá Ólafsfirði, en náði ég ekki alveg hvernig hún væri skyld mér.  Svo í kvöld var bara spilað og haft það rólegt, en þegar þetta er ritað er komin miðnótt.Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Þetta er auðvitað svona þegar þú sefur hálfan daginn. En svona í alvöru , mikið er ég fegin að vera komin yfir þennan þynnkutíma.

Eða hvað hugmynd er þetta að fara í strætó? Bara að gamni eða ertu bara að spara?

Anna Guðný , 20.4.2008 kl. 15:31

2 Smámynd: Egill Andrés Sveinsson

Hugmyndinar eru þrjár, spara bensín, komast hjá því að skilja bílin eftir niður í bæ og þriðja er að hafa gaman og upplifa strætó stemminguna, þar sem liggur við að ekki er farið niður fyrir 60 kílómetrana nema á stoppistöðvum.

Egill Andrés Sveinsson, 20.4.2008 kl. 23:12

3 Smámynd: Dagbjört  Pálsdóttir

Líst vel á þessa strætómenningu hjá ykkur, hún er líka svo umhverfisvæn

Dagbjört Pálsdóttir, 20.4.2008 kl. 23:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Egill Andrés Sveinsson

Höfundur

Egill Andrés Sveinsson
Egill Andrés Sveinsson

Akureyringur,  K.A. maður, hugsjónamaður og fótboltafíkill

Spurt er

Myndir þú nota rafmagnsbíl þó hann væri verulega kraftminni en bensín bílar og kæmist ekki yfir 70 km?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 057
  • 060

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband