Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Ósanngjarnar kröfur NATO

Skil vel gremju Rússa vegna þessa máls, og þar sem þetta eru afvopnunarsamningar sem þeir segjast ætla rifta þá á það sama að gilda um NATO líka þ.e. að NATO á ekki að vera byggja upp vopnakerfi sitt ef þeir vilja ekki að aðrir geri það líka.
mbl.is Rússar kalla eftir neyðarfundi vegna vígbúnaðarsamnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vetrarhret

Árið í ár slær því fyrra við held ég því ég man að jörð varð grá 21 og 22 maí í fyrra og minnir að kuldahretið hafi gengið niður af mestu eftir það.
En í ár snjóar þann 24 maí þó ekki hafi jörð orðið grá hér úti enn, þó var ég á ferð hinu megin í firðinum í dag í svipaðri hæð og þar var jörð orðin grá.
Tími vetrardekkjanna byrjar greinilega snemma þetta árið því ég er viss um snjó nái að festa seint í kvöld, allavega í efstu hverfum hér í bænum.
Tók eftir því fyrst um 11 í morgun að það gekk á með stórhríð og tel ég að þetta kalda loft sé ættað ofan af Grænlandsjökli, þó hef ég ekki kynnt mér það nógu vel á vef Veðurstofunnar eða hjá honum Einari Sveinbjörnssyni.

Frábær úrslit

Get nú ekki sagt annað en ég er virkilega ánægður með þessi úrslit, og sér í lagi eftir martröðina 2005 þegar Milan tapaði niður þriggja marka forystu og töpuðu svo í vítaspyrnukeppni.

Sérstaklega var gaman að sjá hversu vel Milan stóðst hápressuna í fyrri hálfleik oghvernig heppnin féll þeim í þessum hálffærum sem hún skapaði.  Verð þó að segja að  Liverpoolmenn voru líka oft óheppnir en varla er því einu um að kenna að þeir töpuðu.

Er sérstaklega ánægður að sjá að í meistaradeildinni hefur A.C Milan unnið bæði Man. Utd. og Liverpool sem eru talin með sterkari liðum Englands

Hefði gjarnan viljað sjá Costracurta koma inná í þessum leik fyrst hann er að hætta (ef hann er ekki hættur)

Að lokum vil ég óska öllum áhangendum beggja liða til hamingju með að þessi lið komust í þennan stærsta leik Evrópu.


mbl.is AC Milan Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Egill Andrés Sveinsson

Höfundur

Egill Andrés Sveinsson
Egill Andrés Sveinsson

Akureyringur,  K.A. maður, hugsjónamaður og fótboltafíkill

Spurt er

Myndir þú nota rafmagnsbíl þó hann væri verulega kraftminni en bensín bílar og kæmist ekki yfir 70 km?
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 057
  • 060

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband