Færsluflokkur: Tónlist
14.4.2008 | 18:11
14.04.08
Jæja var að skoða tónlistar safnið mitt í gær og komst að því að inn á milli á ég marga gullmola, leið í gær þegar ég var að hlusta á safnið og velja lögin að ég væri komin aftur í hlutverk tónlistarstjóra(plötusnúðs) og nema fannst allt heppnast mun betur og langaði helst að smala saman fólki og vera með smá dansiball fyrir það. ef einhver nennir að hlusta á mig spila og vantar tónlistastjóra má athuga hvort hægt er að semja.
rafgeymirin í bílnum hjá mér er að verða eitthvað lélegur og hef ég lent í því ítrekað í vetur að þurfa að láta draga bílinn í gang, fór svo eftir 17. mars minnir mig í rúmfó og keyptir mér start kappla og fæ því orðið bara start núna, enda miklu fljótlegra, og hef ég svo gaman að þessu að mér langar ekkert að kaupa mér nýjan geymi í bílinn þó þrýst sé mikið á mig. alltaf gaman að einhverju veseni finnst mér.
las í gærkvöldi á mbl.is að 20 mínúna púl við heimilisstörf voru metin til jafns við 20 mínútna hreyfingu samkvæmt einhverri könnun til að halda geðheilsunni góðri en ekkert var sagt beint um hvort púlið við heimilisstörfin kæmi í stað hreyfingarinnar í þjálfun líkamans, sem ég efast um, en sá að einhvejir ætluðu að mér sýndist að vera góðir við konuna sína og færa þeim þær fréttir að þær þyrftu ekki að vera jafnduglegar við að hreyfa sig ef þær héldu sér bara við heimilisstörfin.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.2.2008 | 19:23
Fyrsta færslan í ár 28.02.08. Til heiðurs Queen og Paul Rogers
jæja, nýtt ár byrjar með ágætum, nýjir kjarasamningar í höfn og allt viðist stefna í rétta átt, en einhvrnveginn heyrðist mér á kennurum og nú síðast á starfsmönnumríkis og bæja að þessir hópar séu líklegir til að sprengja kjarasamningana sem lokið er við þó við vonum hið besta og fólkið stilli kröfum sínum í hóf.
hljómsveitin Queen ásamt Paul Rogers er nýbúin að senda frá sér lagið 'Say It's Not True' og hljómar það mjög vel, myndbandið er öllu sorglegra og vekur okkur til umhugsunar um hver erfitt getur verið hjá fólkinu í Afríku. Set hérna inn myndbandið svo fólk geti séð það og þeir heyrt lagið sem ekki hafa heyrt það eða kannast ekki við það.
Set einnig inn heimagert hljómleika myndband fyrir neðan.
Tónlist | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Um bloggið
Egill Andrés Sveinsson
Tenglar
Fréttasíður
Fréttasíðurnar sem ég heimsæki reglulega
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar