Færsluflokkur: Matur og drykkur
16.4.2008 | 20:58
16.04.08
Jæja í dag um hádegi var ég að hugsa um hvað ég ætti að fá mér að borða leit ég inní ísskáp og sá þar nokkrar pylsur sem urðu afgangs í gærkvöldi, ákvað að nýta þær því og fór þá að hugleiða hvernig ég myndi elda þær, varð úr að ég skellti samlokugrillinu upp á bekk til að hita brauðin og fór svo út á svalir að kveikja á grillinu og hita þær í því. Voru þá tvær ungar stelpur staddar á göngustígnum sem liggur ofan við húsið og kölluðu til mín og spurðu mig hvernig væri að búa í svona stóru húsi, töldu þær víst að einungis væri bara ein eða tvær íbúðir í húsinu. Leiðrétti ég þær og leiddi þær í allan sannleika um hve margar íbúðir væru í þessu húsi og fór inn að sækja pylsurnar eftir að hafa kveikt á grillinu. Frúin var eitthvað forvitin að vita við hvern eða hverja ég hefði verið að tala við og fannst þetta frekar fyndið er ég sagði henni það, og lét sig dreyma um hvernig væri best að skipta húsinu til dæmis upp í tvær íbúðir eða hvernig væri ef allt húsið væri bara sem ein íbúð.
Frúin skrapp í dag niðrá Heilsugæslu og fór ég fyrst í sparisjóðinn að sinna erindi og hitti á leiðinn aftur í bílinn félaga minn Hjört og spjallaði smá stund við hann en þorði ekki að spjalla of lengi því ég vissi uppá mig skömmina að hafa gleymt að koma klukkunni fyrir á sínum stað, skrapp því í heimsókn til að skila skóm sem ég hafði fengið lánaða af dóttur Sveitastelpunnar í Ránargötunni fyrir Áslaugu er við fórum í fermingaveislu er hún var hér síðast. Eftir það lagði ég leið mína aftur í miðbæinn til að njóta sólarinnar, hringdi ég í félaga minn Pétur og athugaði hvort hann mætti vera að því að koma smá stund út í sólina og spjalla enda nokkuð liðið síðan ég hitti hann síðast, sagðist hann mundi kíkja ef hann sæi lausa stund, sem og hann gerði og spjölluðum við aðeins og lögðum grundvöll að því að við færum að hittast, var hann svo rokinn enda í vinnunni. Sat ég áfram í sólinni nokkra stund og lagði svo leið mína eitthvað inní göngugötu, enda bjóst ég við að frúin færi að verða búinn sem og stóðst því varla var ég komin að heilsugæslunni áður en síminn hringdi og hún tilkynnti mér að hún væri loksins búinn.
Í kvöld fórum við svo á Greifann að borða með fjörfiskunum, hópi fólks sem hittist reglulega og hefur það gaman. Var maturinn mjög góður og fyrir mitt leyti get ég ekki sagt annað en skrýtin því virtist botnlaus og kláraði hverja sneiðina á fætur annarri og fékk mér meira en ég hafði í raun trú á að ég gæti borðað.
Er nú komin heim í afslöppun og hvíld eftir allan matinn og mun svo fara á morgun og gera eitthvað til að það setjist ekki of mikið á mig eftir þessa sprengju af mat sem líkaminn fékk í formi flatbaka
24.12.2007 | 02:28
Aðfangadagur jóla
Þá er hann kominn, dagurinn sem flestir og ef ekki allir bíða eftir allt árið. Dagurinn er nefnilega aðfangadagur jóla, dagurinn sem börnin bíða eftir til að mega opna jólapakkana, verslunarfólk bíður eftir til að geta slakað á eftir jólaösina og dagurinn sem vonandi allir fá gott að borða á og njóta góðra stunda með fjölskyldunni.
Óska öllum gleðilegra jóla
8.3.2007 | 16:15
Gleymska
Uppnám í dómssal vegna tölvupósta | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Egill Andrés Sveinsson
Tenglar
Fréttasíður
Fréttasíðurnar sem ég heimsæki reglulega
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar