11.12.2007 | 01:58
Jólamistök Akureyrarbæjar
Í dag var ég að keyra um miðbæ Akureyrar og tók eftir trénu sem kemur frá Randers, vinabæ Akureyrar á hverju ári, stóð það á torginu eitt og yfirgefið og vantaði allan sjarma yfir það og umhverfið. Vil ég meina að hitalaginnar í miðbænum ættu ekki að liggja í miðju torgsins, heldur ætti Akureyrarbær að sjá sóma sinn í að hafa snjó í kringum tréð á meðan það er.
Annars hef ég verið að hjálpa til í flutningum í mest allan dag og er ekki nema vika síðan ég var að aðstoða í síðustu flutningum. Vona ég að öllum flutningum sé lokið þá í bili sem ég tek þátt í.
Komið er að því að maður fari að dreifa jólakortunum, þau fyrstu voru send með pósti í dag. Þarf ég þá bara að fara að dreifa þeim sem fara hér innanbæjar og næsta nágrenni bráðlega og þá er ég næstum búinn að ljúka öllu fyrir jólin, bara eftir að kaupa gjafir handa nokkrum börnum í viðbót sem ég gef.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Vinir og fjölskylda | Facebook
Um bloggið
Egill Andrés Sveinsson
Tenglar
Fréttasíður
Fréttasíðurnar sem ég heimsæki reglulega
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.