13.12.2007 | 14:09
Gott mál
Gott er að vita til þess að löggan er að ná einhverjum árangri í baráttunni við fíkniefnadjöfulinn. Óska þeim góðs gengis í þessari eilífðar baráttu við fíkniefnin.
Tvö fíkniefnamál á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Dægurmál, Lífstíll | Facebook
Um bloggið
Egill Andrés Sveinsson
Tenglar
Fréttasíður
Fréttasíðurnar sem ég heimsæki reglulega
Spurt er
Myndir þú nota rafmagnsbíl þó hann væri verulega kraftminni en bensín bílar og kæmist ekki yfir 70 km?
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert að grínast, er það ekki?
Myndi ekki árangur í baráttunni við "fíkniefnadjöfulinn" lýsa sér í minnkandi neyslu, í staðinn fyrir stóraukinni neyslu, eins og tilfellið er síðustu ár?
Eða þætti þér það rosalega góður árangur að innbrot hækkuðu um 300% ef handtökur hækkuðu um 150% í leiðinni? Væri það æðislega frábært og eitthvað til að hrópa húrra fyrir?
Ég er með eina spurningu fyrir þig. Ef auknar handtökur vegna vímuefnaneyslu skila sér í minnkandi neyslu... hvers vegna er það ekki að gerast? Það veit almættið að harkan hefur vissulega aukist, refsingar við fíkniefnamisferlum hefur aukist, handtökur hafa aukist... en samt rís alltaf neyslan. Það er sama sagan hér og alls staðar annars staðar (nema að hún rís LANG hægast í Hollandi, athugaðu, þó hún rísi að vísu þar líka, þetta hef ég eftir rannsókn Sameinuðu Þjóðanna frá 2003 minnir mig).
Nákvæmlega hversu lengi þarf þetta gagnslausa, ómannúðlega, heimskulega og rándýra dópstríð að ganga án NOKKURS árangurs, til þess að Íslendingar hugsi að... kannski, bara kannski, þýði ekkert að banna fólki að gera það sem því sýnist við SINN líkama, SINN heila og SÍNA sál?
Hversu margir þurfa að deyja úr ofskammti amfetamíns og kókaíns til að menn hugsi með sér að hugsanlega sé best að vímuefnaneytendurnir í kringum fórnarlambið séu ekki of hræddir við lögregluna til að hringja í sjúkrabíl?
Hversu lengi munu yfirvöld bókstaflega hundelta (þ.e. elta með hundi) blásaklaust fólk sem hefur ekki gert nokkrum einasta manni nokkurn skapaðan hlut, bara fyrir það eitt að vera ósammála siðapostulum um skaðsemi ákveðinna vímuefna?
Þar sem lækningin er verra en sjúkdómurinn... þar er dópstríð.
(P.S.: Skil alveg að handtaka gaurinn sem var ekki viðræðuhæfur af vímu, en þessir tveir sem voru handteknir fyrir kannabisefnin í bílnum... þú'st, fuck off, þeir eiga ekkert verr skilið en þú bara fyrir að trúa ekki hvaða helvítis bulli sem er um kannabisefni.)
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 17:22
Sæll Helgi
Ég óska eftir fleiri handtökum og meiri árangri í löggæslu, það er rétt en ég óska þess ekki að vandinn aukist til að lögreglan nái meiri árangri, heldur að hún geti tekið af meiri krafti á fíkniefnamálum. Mér finnst löggan ekki vera að standa sig nógu vel miðað við hvað ég hef heyrt um að fólk komist alltaf upp með að brjóta lögin þegar það kemur að fíkniefnum.
Egill Andrés Sveinsson, 13.12.2007 kl. 18:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.