Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Þar kom að því

Nú mætti Dallas ofjörlum sínum, vona bara að Phoenix haldi út til loka úrslitakeppnarinnar og taki tiltilinn.
mbl.is NBA: Phoenix hafði betur í uppgjöri toppliðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ekki gera tafarlausar breytingar?

Merkilegt með þau lönd sem eru að taka á losun koldíoxíðs, að breytingarnar er ætlað að gera á svo löngu tímabili að áhrif breytinganna verða takmörkuð í langann tíma vegna hve þjóðfélagið breytist hægt í átt að betra loftslagi.
mbl.is Bretar munu kynna lög er sem ætlað er að draga úr losun koldíoxíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

´Hvernig ættla þeir að koma þessum lögum í framkvæmd?

Er þetta ekki bara spurning um að ríkið fari að borga okkur landsmönnum, hinum almenna leikmanni fyrir okkar hlut í þjóðareigninni og geti þá farið með hana að vild?
mbl.is Stjórnarandstaðan vill útskýringar á stjórnarskrárfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymska

Get ekki sagt að þessar fréttir sem ég les um Baugsmálið séu traustvekjandi fyrir fyrirtæki baugs og fyrir Kaupþing(KB banka), þar sem bankastjórar Kaupþings gætu gleymt hvar peningar séu sem settir voru í bankann, og Baugur gæti gleymt hvað innkaupsverðið var á tilteknum vörum hjá þeim og þeir hækkað þær því talsvert (Veit þetta er svolítið langsótt en miðað við minnið sem þeir virðast hafa kæmi mér þetta ekki á óvart).
mbl.is Uppnám í dómssal vegna tölvupósta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðsvif í sölum alþingis

Er loftlaust í sölum alþingis eða eru ráðherrar svona illa á sig komnir, minnir að Davíð Oddson og Björn Bjarnason hafi lent í þessu líka og jafnvel einhverjir almennir þingmenn líka.  Vonandi bara að hann nái sér almennilega eftir þetta.
mbl.is Ráðherra varð að gera hlé á ræðu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Slagsmál

Ég verð að segja að miðað við hvað lið áttust við kom þetta mér ekki á óvart, í mínum huga er Inter liðið alltaf líklegt til að stofna til vandræða eða nýta sér hvert tækifæri sem gefst til að halda áfram með vandræði sem önnur lið myndu reyna að stoppa.  Sama verð ég að segja um Valencia, enda oft verið einhver vandræði á leikmönnum þeirra.
mbl.is Valencia og Inter eiga yfir höfði sér þungar refsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Grafan þoldi ekki álagið

Það hefur verið mikið að gera hjá þeim fyrir vestan að moka snjó, og stendur fólk í mikilli þakkarskuld við þá sem hafa mokað allar leiðir og haldið þeim opnum eins og hægt er.  Spurning hvort ekki væru einhverjar góðhjartaðar sálir þarna sem myndu hjálpa honum að koma gröfunni á lag?


mbl.is Kviknaði í hjólaskóflu í Hnífsdal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta eðlilegt?

Ja ég verð nú að segja að þetta finnst mér frekar skrítið par, en þar sem þau hafa náð saman finnst mér að þýsk stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í að láta þau í friði.

Enda miðað við þessa lesningu er fátt sem gefur tilefni til að aðhafast eitthvað vegna þeirra, en þetta er bara það sem er gefið upp og maður þekkir ekki alla málavöxtu svo kanski hafa þýsk stjórnvöld við þetta að athuga annað en þessi úreltu lög.


mbl.is Þýsk systkini berjast gegn lögum sem banna sifjaspell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt of mikið

Þetta finst mér vera kanski of harkaleg viðbrögð hjá Brown umræddum, skil vel að hann hafi ekki getað sætt sig við lát vinar síns en að bregðast svona við finnst mér of mikið.  Spurning um að senda hann í rannsóknir til geðlækna, allavegna finnst mér þetta vera góð ástæða til þess miðað við margar sem maður heyrir um.
mbl.is Bauð lögreglumanni greiðslu fyrir að hálshöggva lögreglustjóra New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúlegt

Þetta er mjög áhugavert að það sé stórt gat á jarðskorpunni, gæti verið að þarna eigi eftir að rísa land í framtíðinni eða er þetta bara "galli" á jörðinni?
mbl.is Leitin að týndu jarðskorpunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Egill Andrés Sveinsson

Höfundur

Egill Andrés Sveinsson
Egill Andrés Sveinsson

Akureyringur,  K.A. maður, hugsjónamaður og fótboltafíkill

Spurt er

Myndir þú nota rafmagnsbíl þó hann væri verulega kraftminni en bensín bílar og kæmist ekki yfir 70 km?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 057
  • 060

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband