Réttur sölutími?

Þetta var sem mig grunaði, þegar brottför hans frá Bayern Munchen var tilkynnt. Vonaðist þó eftir að myndi snúa til baka þá en átti líka alveg eins vona á að hann myndi sameinast Guardiola hjá Manchester City, en verð nú bara að segja að ég hrósa happi yfir að hann er í það minnsta ekki að snúa aftur miðað við þessar fyrstu fréttir af brottför hans frá núverandi liði.

Væri þó áhugavert að sjá á hvaða verði Bayern Munchen myndi fá hann ef hann snéri aftur, en skipti hans eru ansi keimlík öðrum viðskiptum sem Manchester United hafa átt við Bayern Munchen er þeir keyptu Owen Hargreaves fyrir nokkrum árum.


mbl.is Stutt stopp hjá Schweinsteiger?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mun þetta vera nýtt upphaf

Ja nú er það spurning hvort maður taki upp fyrri siði og fari að nota þessa síðu eitthvað, en svona á þeim tíma sem hún hefur ekki verið í notkun hefur maður fjölgað í fjölskyldunni, hætt og byrjað í nokkrum íþróttagreinum, misst trúnna á fjármálakerfinu og upplifað allskonar breytingar á veðrakerfinu hér á landi sem hafa ekki sést í nokkur á og ég tek fagnandi, með meiri snjó og verri hretum,breytingar á hugbúnaði og vélbúnaði hafa líka orðið á þessum tíma en fer ekki nánar í það hér enda efni í sér pistil.  En þakka fyrir í bili og tíminn einn mun leiða það í ljós hvort maður verður aftur virkur hér. 


Jólablogg

Ég óska öllum gleðilegra jóla og farsælds komandi árs Wizard .  Ástæðan fyrir bloggleysi mínu nú um stundir er vegna þess að ég hef reynt að kúpla mig sem mest ég má frá fréttum og annari umræðu um núverandi efnhagsástand síðan bankahrunið varð og einbeita mér frekar að hlutum sem færa mér meiri gleði.

Of lítið sagt um aðgerðir

Lítið er nú sagt í þessari yfirlýsngu og segir hún lítið, mætti koma aðeins meira framm ef taka ætti mark á þessari yfirlýsingu
mbl.is Bæjarstjórn Akureyrar róar íbúana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm andarnefjur og einn selur á Pollinum rétt áðan

057Á leið minni í bæinn áðan sá ég sel sem situr á steini við Leiruveginn og fimm andanefjur að veiða sér í svanginn á Drottningarbrautinni neðan við Leikhúsið.  Var ég það heppin að ná myndum af selnum sem hægt er að skoða hér til hliðar og neðan.

060


mbl.is Enn andarnefjur á Pollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei fór ég í strætó

Jæja við Frúin ætluðum að taka strætó í gær niður í bæ og vorum frekar sein fyrir svo ekki var mikið pælt í hvert við þurftum að fara til að taka vagninn.  Er við komum svo á stoppistöðina tók við stutt bið efir að vagninn kom og kom þá akkúrat í gagnstæða átt við þá stoppstöð sem við vorum á og engin stoppistöð hinumegin við götuna. Er við löbbuðum aftur heim á leið fékk ég smáskammir fyrir að vita ekki hvar vagninn kæmi og hvaða stoppistöð við þyrftum að vera á, á meðan hló ég bara að þessu og sagði að þetta hlyti þá að vera ferðin "Aldrei fór ég í strætó" fyrst við gátum ekki tekið vagninn. LoL

Í gærkvöldi var svo bróðir minn með partý í tilefni af afmælinu sínu og tókum við strætó þá niður í bæ eftir að hafa farið vel yfir leiðarbókina hjá strætó og skoða vel hvar hann ætti að koma svo engin ruglingur yrði nú í þetta sinn sem og varð ekki. Wink Og komumst við því niður í bæ vel tímalega.  Eftir smátíma hringdi ég þó í afmælisbarnið og athugaði hvort ekki væri í lagi að mæta aðeins fyrr enda var ég með gjöfina hans í poka og ekkert þægilegt að halda á honum um allan bæ, Var hann þá að koma úr sturtu en bara nokkrar mínútur í að veislan átti að byrja. FootinMouth En hann komst þó á réttum tíma og svo var setið við fögnuð fram eftir kvöldi, Frúin fór að vísu eftir klukkutíma viðveru eða svo enda þreytt í hendinni en sjálfur sat ég nær allan tímann enda margir sem þurfti að spjalla við og nokkrar persónur þarna sem maður hefur varla séð í fjölda ára þ.e. gamlir vinnufélagar síðan um og kringum 2000. e. kr.  svo maður sé nákvæmur.  Eftir veisluna fór maður svo og hitti Kidda félaga og tölti með honum áleiðis heim.

Í morgun vaknaði maður svo vel þunnur og ekki til í neitt en fljótlega hringdi síminn hjá Frúnni og þar var yngri bróðir hennar að boða heimsókn svo maður varð að stökkva til og reyna koma sér í ástand til að taka á móti gestum, en hann var að koma með son sinn sem hann eignaðist nú um jólin og leyfa Frúnni að sjá hann og koma með boðskort í Skírnina hjá honum.  Eftir heimsóknina leið mér samt lítið betur af þynnkunni svo ég lagði mig í þrjá til fjóra tíma og vaknaði allur endurnærður, og drifum við Ellý okkur þá út í góða veðrið.  Kíktum upp í Kjarnaskóg og fórum svo í kaffi til ömmu en hún átti afmæli í gær ásamt Tryggva félaga mínum.  Fengum þar pönnukökur og mjólk og hittum frænku þar fyrir frænku mína frá Ólafsfirði, en náði ég ekki alveg hvernig hún væri skyld mér.  Svo í kvöld var bara spilað og haft það rólegt, en þegar þetta er ritað er komin miðnótt.Wink


16.04.08

Jæja í dag um hádegi var ég að hugsa um hvað ég ætti að fá mér að borða leit ég inní ísskáp og sá þar nokkrar pylsur sem urðu afgangs í gærkvöldi, ákvað að nýta þær því og fór þá að hugleiða hvernig ég myndi elda þær, varð úr að ég skellti samlokugrillinu upp á bekk til að hita brauðin og fór svo út á svalir að kveikja á grillinu og hita þær í því.  Voru þá tvær ungar stelpur staddar á göngustígnum sem liggur ofan við húsið og kölluðu til mín og spurðu mig hvernig væri að búa í svona stóru húsi, töldu þær víst að einungis væri bara ein eða tvær íbúðir í húsinu.  Leiðrétti ég þær og leiddi þær í allan sannleika um hve margar íbúðir væru í þessu húsi og fór inn að sækja pylsurnar eftir að hafa kveikt á grillinu.  Frúin var eitthvað forvitin að vita við hvern eða hverja ég hefði verið að tala við og fannst þetta frekar fyndið er ég sagði henni það, og lét sig dreyma um hvernig væri best að skipta húsinu til dæmis upp í tvær íbúðir eða hvernig væri ef allt húsið væri bara sem ein íbúð.

Frúin skrapp í dag niðrá Heilsugæslu og fór ég fyrst í sparisjóðinn að sinna erindi og hitti á leiðinn aftur í bílinn félaga minn Hjört og spjallaði smá stund við hann en þorði ekki að spjalla of lengi því ég vissi uppá mig skömmina að hafa gleymt að koma klukkunni fyrir á sínum stað, skrapp því í heimsókn til að skila skóm sem ég hafði fengið lánaða af dóttur Sveitastelpunnar í Ránargötunni fyrir Áslaugu er við fórum í fermingaveislu er hún var hér síðast.  Eftir það lagði ég leið mína aftur í miðbæinn til að njóta sólarinnar, hringdi ég í félaga minn Pétur og athugaði hvort hann mætti vera að því að koma smá stund út í sólina og spjalla enda nokkuð liðið síðan ég hitti hann síðast, sagðist hann mundi kíkja ef hann sæi lausa stund, sem og hann gerði og spjölluðum við aðeins og lögðum grundvöll að því að við færum að hittast, var hann svo rokinn enda í vinnunni.  Sat ég áfram í sólinni nokkra stund og lagði svo leið mína eitthvað inní göngugötu, enda bjóst ég við að frúin færi að verða búinn sem og stóðst því varla var ég komin að heilsugæslunni áður en síminn hringdi og hún tilkynnti mér að hún væri loksins búinn.

Í kvöld fórum við svo á Greifann að borða með fjörfiskunum, hópi fólks sem hittist reglulega og hefur það gaman.  Var maturinn mjög góður og fyrir mitt leyti get ég ekki sagt annað en skrýtin því virtist botnlaus og kláraði hverja sneiðina á fætur annarri og fékk mér meira en ég hafði í raun trú á að ég gæti borðað.

Er nú komin heim í afslöppun og hvíld eftir allan matinn og mun svo fara á morgun og gera eitthvað til að það setjist ekki of mikið á mig eftir þessa sprengju af mat sem líkaminn fékk í formi flatbaka


14.04.08

Jæja var að skoða tónlistar safnið mitt í gær og komst að því að inn á milli á ég marga gullmola, leið í gær þegar ég var að hlusta á safnið og velja lögin að ég væri komin aftur í hlutverk tónlistarstjóra(plötusnúðs) og nema fannst allt heppnast mun betur og langaði helst að smala saman fólki og vera með smá dansiball fyrir það.  ef einhver nennir að hlusta á mig spila og vantar tónlistastjóra má athuga hvort hægt er að semja.
rafgeymirin í bílnum hjá mér er að verða eitthvað lélegur og hef ég lent í því ítrekað í vetur að þurfa að láta draga bílinn í gang, fór svo eftir 17. mars minnir mig í rúmfó og keyptir mér start kappla og fæ því orðið bara start núna, enda miklu fljótlegra, og hef ég svo gaman að þessu að mér langar ekkert að kaupa mér nýjan geymi í bílinn þó þrýst sé mikið á mig.  alltaf gaman að einhverju veseni finnst mérGrin.

las í gærkvöldi á mbl.is að 20 mínúna púl við heimilisstörf voru metin til jafns við 20 mínútna hreyfingu samkvæmt einhverri könnun til að halda geðheilsunni góðri en ekkert var sagt beint um hvort púlið við heimilisstörfin kæmi í stað hreyfingarinnar í þjálfun líkamans, sem ég efast um, en sá að einhvejir ætluðu að mér sýndist að vera góðir við konuna sína og færa þeim þær fréttir að þær þyrftu ekki að vera jafnduglegar við að hreyfa sig ef þær héldu sér bara við heimilisstörfin.


Aldrei fór ég suður

Jæja er ekki komin tími á að skrifa inn, hef beðið með það meðan ég frúinn var ekki heima.  Ætluðum suður um síðustu helgi og keppa á íslandsmóti í boccia og í frjálsum, en sú ferð breyttist í ferðina, Aldrei fór ég suður, því við lentum í því að bíllinn valt og allir sem voru með voru meira og minna klambúleraðir eftir þetta og frúin einna verst farin þar sem hún varð viðskila við bílinn.  Handleggsbrotnaði hún og hlaut sem betur fer enginn önnur meiðsl við þetta, og vorum við svo heppin í óheppninni að bíll frá Björgunarsveitinni Reyk var kyrrstæður út í vegkanti er við komust loksins út úr bílnum og meðferðis yfirmaður bráðamóttöku Landsspítalans.  Ellý er losnuð út af sjúkrahúsi núna en hún hefur dvalist þar yfir helgina, sluppu sem betur fer allir aðrir vel frá þessu aðeins með minniháttar hnjask.

Fyrsta færslan í ár 28.02.08. Til heiðurs Queen og Paul Rogers

jæja, nýtt ár byrjar með ágætum, nýjir kjarasamningar í höfn og allt viðist stefna í rétta átt, en einhvrnveginn heyrðist mér á kennurum og nú síðast á starfsmönnumríkis og bæja að þessir hópar séu líklegir til að sprengja kjarasamningana sem lokið er við þó við vonum hið besta og fólkið stilli kröfum sínum í hóf.

hljómsveitin Queen ásamt Paul Rogers er nýbúin að senda frá sér lagið 'Say It's Not True' og hljómar það mjög vel, myndbandið er öllu sorglegra og vekur okkur til umhugsunar um hver erfitt getur verið hjá fólkinu í Afríku.  Set hérna inn myndbandið svo fólk geti séð það og þeir heyrt lagið sem ekki hafa heyrt það eða kannast ekki við það.

Set einnig inn heimagert hljómleika myndband fyrir neðan.


Næsta síða »

Um bloggið

Egill Andrés Sveinsson

Höfundur

Egill Andrés Sveinsson
Egill Andrés Sveinsson

Akureyringur,  K.A. maður, hugsjónamaður og fótboltafíkill

Spurt er

Myndir þú nota rafmagnsbíl þó hann væri verulega kraftminni en bensín bílar og kæmist ekki yfir 70 km?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 057
  • 060

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband