Explorer strandaði, hvað nú?

Jæja ætli það sé út séð með það að að Explorer komi til Íslands á næsta ári, man allavegna ekki betur en það hafi komið hér undafarin sumur.
mbl.is Öllum bjargað frá borði Explorer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkvæmt mínum bókum

Já samkvæmt mínum bókum er QE2 fjórða stærsta skipið sem kemur til Akureyrar í sumar og kringum 9 eða 10 sæti yfir stærstu skip sem hafa komið.  Man eftir að  QE2 kom í fyrra eða í hitteð fyrra og mér fannst það bara ekkert stórt og reyndareru mörg skip í kringum 50000 bt. svipuð að stærð að sjá að utan.


mbl.is Eitt stærsta skemmtiferðaskip heims í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósanngjarnar kröfur NATO

Skil vel gremju Rússa vegna þessa máls, og þar sem þetta eru afvopnunarsamningar sem þeir segjast ætla rifta þá á það sama að gilda um NATO líka þ.e. að NATO á ekki að vera byggja upp vopnakerfi sitt ef þeir vilja ekki að aðrir geri það líka.
mbl.is Rússar kalla eftir neyðarfundi vegna vígbúnaðarsamnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vetrarhret

Árið í ár slær því fyrra við held ég því ég man að jörð varð grá 21 og 22 maí í fyrra og minnir að kuldahretið hafi gengið niður af mestu eftir það.
En í ár snjóar þann 24 maí þó ekki hafi jörð orðið grá hér úti enn, þó var ég á ferð hinu megin í firðinum í dag í svipaðri hæð og þar var jörð orðin grá.
Tími vetrardekkjanna byrjar greinilega snemma þetta árið því ég er viss um snjó nái að festa seint í kvöld, allavega í efstu hverfum hér í bænum.
Tók eftir því fyrst um 11 í morgun að það gekk á með stórhríð og tel ég að þetta kalda loft sé ættað ofan af Grænlandsjökli, þó hef ég ekki kynnt mér það nógu vel á vef Veðurstofunnar eða hjá honum Einari Sveinbjörnssyni.

Frábær úrslit

Get nú ekki sagt annað en ég er virkilega ánægður með þessi úrslit, og sér í lagi eftir martröðina 2005 þegar Milan tapaði niður þriggja marka forystu og töpuðu svo í vítaspyrnukeppni.

Sérstaklega var gaman að sjá hversu vel Milan stóðst hápressuna í fyrri hálfleik oghvernig heppnin féll þeim í þessum hálffærum sem hún skapaði.  Verð þó að segja að  Liverpoolmenn voru líka oft óheppnir en varla er því einu um að kenna að þeir töpuðu.

Er sérstaklega ánægður að sjá að í meistaradeildinni hefur A.C Milan unnið bæði Man. Utd. og Liverpool sem eru talin með sterkari liðum Englands

Hefði gjarnan viljað sjá Costracurta koma inná í þessum leik fyrst hann er að hætta (ef hann er ekki hættur)

Að lokum vil ég óska öllum áhangendum beggja liða til hamingju með að þessi lið komust í þennan stærsta leik Evrópu.


mbl.is AC Milan Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei nógu gott

Leiðinlegt atvik sem þarna átti sér stað og sýnir það að aldrei er hægt að koma í veg fyrir öll slys þótt allar öryggiskröfur séu uppfylltar.  Vonandi jafnar drengurinn sig sem fyrst.
mbl.is Fjöldi öryggismyndavéla og laugarverðir í Sundlaug Kópavogs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað þrælastríð?

Einhvernveginn virðast bandaríkjamenn ekki átta sig á þessu að öll samtök í heiminum hugsi eins og þeir, ef það er eldflaugavarnakerfi á staðnum er það mitt álit að það geti frekar leitt til stríðs heldur en ef það væri ekki.  Myndi líkja þessu við þrælastríðið sem var háð í bandaríkjunum,
er þrælanir byrjuðu uppreisn þó þeir vissu að þeir ættu við ofurefli að etja en unnu samt að lokum, ætli það verði örlög bandaríkjana að tapa í svoleiðis stríði?

er þetta málið

Eftir lestur þessara greinar fékk ég það á tilfinnguna að íslenski markaðurinn verði að fylgja þeim danska, sér í lagi að vörunar megi ekki vera of ódýrar hér á landi.
mbl.is Danól segir 73 vöruliði af um 700 hafa hækkað en 103 lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar kom að því

Nú mætti Dallas ofjörlum sínum, vona bara að Phoenix haldi út til loka úrslitakeppnarinnar og taki tiltilinn.
mbl.is NBA: Phoenix hafði betur í uppgjöri toppliðanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má ekki gera tafarlausar breytingar?

Merkilegt með þau lönd sem eru að taka á losun koldíoxíðs, að breytingarnar er ætlað að gera á svo löngu tímabili að áhrif breytinganna verða takmörkuð í langann tíma vegna hve þjóðfélagið breytist hægt í átt að betra loftslagi.
mbl.is Bretar munu kynna lög er sem ætlað er að draga úr losun koldíoxíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Egill Andrés Sveinsson

Höfundur

Egill Andrés Sveinsson
Egill Andrés Sveinsson

Akureyringur,  K.A. maður, hugsjónamaður og fótboltafíkill

Spurt er

Myndir þú nota rafmagnsbíl þó hann væri verulega kraftminni en bensín bílar og kæmist ekki yfir 70 km?
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 057
  • 060

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband