Færsluflokkur: Bloggar

Óþarfleg notkun á skattpeningum almennings

Ég verð að segja að mér sárnar við að heyra að skattpeningar manns fari í svona óþarfa notkun á þyrlum Landshelgisgæslunar, nema reykjarvíkurborg hafi borgað kostnað við þetta flug sem ég vona því ekki finnst mér þetta ásættanleg notkun á þyrlunum sem eru hugsaðar sem björgunartæki en ekki leiktæki.


mbl.is Sveinki fékk far með þyrlu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar lá kötturinn grafinn, farið að saltbera

Lýst nú ekki á ef það er byrjað að salta götur hér á Akureyri, held að það væri nú gáfulegra að nota naglanna áfram ef það er byrjað að salta.  Skil ég líka vel afhverju svo mörg hálku slys verða á höfuðborgarsvæðinu eftir að hafa keyrt í örfáa daga hérna sem saltað hefur verið frekar en sandbera.  Skora ég á bæjaryfirvöld að halda sig áfram við sandinn en bera salt á göturnar sem hefur bara aukið á hálkuna hingað til.

Sem sagt ef bærinn vill að fólk minnki nagladekkja notkun má hann ekki fara að saltbera göturnar.


mbl.is Margir árekstrar fyrir norðan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Explorer strandaði, hvað nú?

Jæja ætli það sé út séð með það að að Explorer komi til Íslands á næsta ári, man allavegna ekki betur en það hafi komið hér undafarin sumur.
mbl.is Öllum bjargað frá borði Explorer
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Samkvæmt mínum bókum

Já samkvæmt mínum bókum er QE2 fjórða stærsta skipið sem kemur til Akureyrar í sumar og kringum 9 eða 10 sæti yfir stærstu skip sem hafa komið.  Man eftir að  QE2 kom í fyrra eða í hitteð fyrra og mér fannst það bara ekkert stórt og reyndareru mörg skip í kringum 50000 bt. svipuð að stærð að sjá að utan.


mbl.is Eitt stærsta skemmtiferðaskip heims í Reykjavíkurhöfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ósanngjarnar kröfur NATO

Skil vel gremju Rússa vegna þessa máls, og þar sem þetta eru afvopnunarsamningar sem þeir segjast ætla rifta þá á það sama að gilda um NATO líka þ.e. að NATO á ekki að vera byggja upp vopnakerfi sitt ef þeir vilja ekki að aðrir geri það líka.
mbl.is Rússar kalla eftir neyðarfundi vegna vígbúnaðarsamnings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábær úrslit

Get nú ekki sagt annað en ég er virkilega ánægður með þessi úrslit, og sér í lagi eftir martröðina 2005 þegar Milan tapaði niður þriggja marka forystu og töpuðu svo í vítaspyrnukeppni.

Sérstaklega var gaman að sjá hversu vel Milan stóðst hápressuna í fyrri hálfleik oghvernig heppnin féll þeim í þessum hálffærum sem hún skapaði.  Verð þó að segja að  Liverpoolmenn voru líka oft óheppnir en varla er því einu um að kenna að þeir töpuðu.

Er sérstaklega ánægður að sjá að í meistaradeildinni hefur A.C Milan unnið bæði Man. Utd. og Liverpool sem eru talin með sterkari liðum Englands

Hefði gjarnan viljað sjá Costracurta koma inná í þessum leik fyrst hann er að hætta (ef hann er ekki hættur)

Að lokum vil ég óska öllum áhangendum beggja liða til hamingju með að þessi lið komust í þennan stærsta leik Evrópu.


mbl.is AC Milan Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

er þetta málið

Eftir lestur þessara greinar fékk ég það á tilfinnguna að íslenski markaðurinn verði að fylgja þeim danska, sér í lagi að vörunar megi ekki vera of ódýrar hér á landi.
mbl.is Danól segir 73 vöruliði af um 700 hafa hækkað en 103 lækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymska

Get ekki sagt að þessar fréttir sem ég les um Baugsmálið séu traustvekjandi fyrir fyrirtæki baugs og fyrir Kaupþing(KB banka), þar sem bankastjórar Kaupþings gætu gleymt hvar peningar séu sem settir voru í bankann, og Baugur gæti gleymt hvað innkaupsverðið var á tilteknum vörum hjá þeim og þeir hækkað þær því talsvert (Veit þetta er svolítið langsótt en miðað við minnið sem þeir virðast hafa kæmi mér þetta ekki á óvart).
mbl.is Uppnám í dómssal vegna tölvupósta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta eðlilegt?

Ja ég verð nú að segja að þetta finnst mér frekar skrítið par, en þar sem þau hafa náð saman finnst mér að þýsk stjórnvöld ættu að sjá sóma sinn í að láta þau í friði.

Enda miðað við þessa lesningu er fátt sem gefur tilefni til að aðhafast eitthvað vegna þeirra, en þetta er bara það sem er gefið upp og maður þekkir ekki alla málavöxtu svo kanski hafa þýsk stjórnvöld við þetta að athuga annað en þessi úreltu lög.


mbl.is Þýsk systkini berjast gegn lögum sem banna sifjaspell
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt of mikið

Þetta finst mér vera kanski of harkaleg viðbrögð hjá Brown umræddum, skil vel að hann hafi ekki getað sætt sig við lát vinar síns en að bregðast svona við finnst mér of mikið.  Spurning um að senda hann í rannsóknir til geðlækna, allavegna finnst mér þetta vera góð ástæða til þess miðað við margar sem maður heyrir um.
mbl.is Bauð lögreglumanni greiðslu fyrir að hálshöggva lögreglustjóra New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Egill Andrés Sveinsson

Höfundur

Egill Andrés Sveinsson
Egill Andrés Sveinsson

Akureyringur,  K.A. maður, hugsjónamaður og fótboltafíkill

Spurt er

Myndir þú nota rafmagnsbíl þó hann væri verulega kraftminni en bensín bílar og kæmist ekki yfir 70 km?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 057
  • 060

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband