Færsluflokkur: Bloggar

Ótrúlegt

Þetta er mjög áhugavert að það sé stórt gat á jarðskorpunni, gæti verið að þarna eigi eftir að rísa land í framtíðinni eða er þetta bara "galli" á jörðinni?
mbl.is Leitin að týndu jarðskorpunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gáfulegt

Það er mjög gáfulegt að nota magnesíumklóríðblöndu á göturnar til rykbindingar þar sem það hefur mjög líklega meiri áhrif til að auka gróðurhúsaáhrifin til lengri tíma en rykið.  Allavegna væri gaman að heyra álit fróðra manna á því hvort er verra fyrir loftið.
mbl.is Minna svifryk vegna rykbindingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kominn tími til að sunnlendingar hætti reksti skíðasvæða?

Nú finnst mér að öll sveitarfélög landsins ættu að taka saman um rekstur skíðasvæða á norðurlandi þar sem snjórinn er og vélarnar til að gera hann ef hans nýtur ekki við.
mbl.is Fastráðnum starfsmönnum í Bláfjöllum og Skálafelli sagt upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dönsk snjókoma

Get nú ekki sagt að mér finnist til veðursins koma sem ríkir í Danmörku núna miðað við þær myndirsem ég hef séð,  myndir af síðu Extrablaðsins, þar sem þessar myndir virðast flestar vera teknar eftir að veðrinu slotaði.  Sýnist það ekki vera mikill snjór þarna að mínu mati, en ég miða við það sem ég hef séð mest hérna í Eyjafirðinum aðallega. 

Láki jarðálfur hér á ferð?

Spurning hvort Láki jarðálfur hafi komið nálægt þessu?  Trúi ekki að skolpið hafi getað valdið þessu eitt og sér
mbl.is Risahola gleypti nokkur hús í Gvatemala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta færsla

Jæja eftir að hafa lengi þrjóskast við hef ég ákveðið að byrja með blogg á blog.is.  Veit ekki hvað vel mun ganga að vera virkur en allavegna ætla ég að reyna gefa mér tíma í þetta.

Get nú ekki sagt að maður sé stoltur íslendingur lengur en eftir atburði gærdagsins þar sem Bændasamtökin gerðu sig að sjálfskipuðum keisara ferðamennskuiðnaðarins og neituðu fólki sem komið var til landsins að skemmta sér um gistingu á grundvelli þess að þau störfuðu við klám, get ég ekki sagt að ég hafi mikla trú á íslenskum ferðaiðnaði og vona að hann fari að leggjast af þar sem greinilegt er að ísland getur ekki tekið við ferðamönnum.  Hefði skilið þessa ákvörðun ef þetta fólk hefði brotið lög hér á landi en það var ekki og bara talið líklegt að þau myndu gera það en ekki voru neinar sannanir fyrir því, að það væri ætlun hópsins.


« Fyrri síða

Um bloggið

Egill Andrés Sveinsson

Höfundur

Egill Andrés Sveinsson
Egill Andrés Sveinsson

Akureyringur,  K.A. maður, hugsjónamaður og fótboltafíkill

Spurt er

Myndir þú nota rafmagnsbíl þó hann væri verulega kraftminni en bensín bílar og kæmist ekki yfir 70 km?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 057
  • 060

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband