24.5.2007 | 00:05
Frábær úrslit
Get nú ekki sagt annað en ég er virkilega ánægður með þessi úrslit, og sér í lagi eftir martröðina 2005 þegar Milan tapaði niður þriggja marka forystu og töpuðu svo í vítaspyrnukeppni.
Sérstaklega var gaman að sjá hversu vel Milan stóðst hápressuna í fyrri hálfleik oghvernig heppnin féll þeim í þessum hálffærum sem hún skapaði. Verð þó að segja að Liverpoolmenn voru líka oft óheppnir en varla er því einu um að kenna að þeir töpuðu.
Er sérstaklega ánægður að sjá að í meistaradeildinni hefur A.C Milan unnið bæði Man. Utd. og Liverpool sem eru talin með sterkari liðum Englands
Hefði gjarnan viljað sjá Costracurta koma inná í þessum leik fyrst hann er að hætta (ef hann er ekki hættur)
Að lokum vil ég óska öllum áhangendum beggja liða til hamingju með að þessi lið komust í þennan stærsta leik Evrópu.
AC Milan Evrópumeistari | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Egill Andrés Sveinsson
Tenglar
Fréttasíður
Fréttasíðurnar sem ég heimsæki reglulega
Spurt er
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.