Bloggfærslur mánaðarins, desember 2007

Aðfangadagur jóla

Þá er hann kominn, dagurinn sem flestir og ef ekki allir bíða eftir allt árið. Dagurinn er nefnilega aðfangadagur jóla, dagurinn sem börnin bíða eftir til að mega opna jólapakkana, verslunarfólk bíður eftir til að geta slakað á eftir jólaösina og dagurinn sem vonandi allir fá gott að borða á og njóta góðra stunda með fjölskyldunni.

Óska öllum gleðilegra jóla


Fjármálakreppa og fleira tengt

Í vor lagði ég stund á áfanga í Verkmenntaskólanum á Akureyri í gegnum fjarnámið, hét sá áfangi Veðurfræði.  Fór ég þá að velta fyrir mér hvort eitthvað samhengi væri milli veðurs og veðurslags og efnahagsástands í heiminum.  Komst ég að þeirri skoðun að svo myndi vera.  Spáði ég því að heimurinn væri að fara inn í kreppuástand og á eftir að koma í ljós hversu mikil hún verður

En ég er ansi hræddur um að fuglaflensan eða önnur tegund af inflúensu eigi eftir að ná sér á strik og ná sömu eða svipaðri útbreiðslu og svarti dauði á sínum tíma þó ég sé ekki viss um hvort "flensan" næði að fella jafn marga núna þar sem ég tel jarðarbúa vera betur í stakk búnir að ráðast gegn henni nú er lyfin eru orðin háþróaðri.


19.12.07. alveg að koma jól

Jæja alltaf styttist í jólin og er maður að verða búin að öllu sem er á dagskrá núna fyrir jólin, búin að kaupa þær gjafir sem gefnar verða nema fyrir mömmu og pabba og bræður mína, sem verður jafnvel gert á Þorláksmessu ef tími gefst til.  Hringdi í Áslaugu Guðrúnu áðan og óskaði henni góðrar ferðar en hún er á leið til Kanarí og ætlar að eyða jólum og áramótum þar með móður fjölskyldu sinni, en koma svo norður um leið og hún kemur til landsins og vera hér á þrettándanum.  Hef ekki enn farið og nýtt mér jólaopnunartíma verslana og reyndar haldið mér í nokkurri fjarlægð frá öllum verslunum utan hefbundsins opnunartíma, reyni að stressa mig ekki of mikið upp nú í aðdraganda jólanna.

Tók eftir þessu

Var í bænum í nótt og tók eftir að nokkur erill virtist vera hjá lögreglunni því þegar ég kom niður eftir og var að fara Kaffi Akureyri var löggan þar að taka einhvern inn í bíl hjá sér, svo þegar ég yfirgaf Kaffi Akureyri voru þeir mættir aftur að ná í einhvern annan.
mbl.is Ráðist á lögreglumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugið Varúð

Ekki veit ég hvernig það vildi til en mér var boðið að skrá mig eða mitt fyrirtæki líka, en málið er að ég á ekki neitt fyrirtæki til að skrá, svo mér þykir það augljóst að ekki er bara sóst eftir fyrirtækjum í þennan gagnagrunn sem þeir segjast vera að byggja upp.  Var það mér til happs að bréfið kom á ensku og allur póstur sem ég fæ frá póstföngum sem ég kannast ekki við er skilgreindur sem ruslpóstur.  Vil ég því vara almenning við þessu líka.


mbl.is Varað við fyrirtækinu Euro Business Guide
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Foktjón

Þetta hefur verið talsverður vindur sem hefur verið þarna, fyrst þakið fauk af.  Man ég eftir fyrir svona 15-16 árum þegar ég horfði á fjárhús þakið fjúka af heima og varð að taka fjárhúsin alveg í gegn í kjölfarið.  En það góða við bæði þetta fok og það sem ég nefndi hér áðan er að allar ærnar sluppu ómeiddar frá þessu.
mbl.is Fjárhúsþak fauk í Árneshreppi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Gott er að vita til þess að löggan er að ná einhverjum árangri í baráttunni við fíkniefnadjöfulinn.  Óska þeim góðs gengis í þessari eilífðar baráttu við fíkniefnin.
mbl.is Tvö fíkniefnamál á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Undirskrift til góða?

Hvert ætli hafi verið innihald þessara sáttmála?  Ætli hann sé á þeim nótum að hægt sé að sætta sig við hann eða ætli hann sé eins og margt það sem kemur frá Evrópusambandinu, algjörlega óásættanlegt.
mbl.is Skrifað undir nýjan sáttmála ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rafmagnsleysi

Ekki veit ég hvort þessi bilun hefur valdið rafmagnsleysi á heimilum landsmanna, en ég væri alveg til í að fara að upplifa rafmagnsleysi aftur líkt og hérna áður fyrr.  Þó er ég ekki viss um að vikulangt rafmagnsleysi líkt og varð raunin í óveðri sem gekk yfir landið í byrjun níunda áratugarins sé á óskalistanum, en í því óveðri var maður að vísu með rafmagnskyndingu svo það var ekki um annað að ræða en yfirgefa heimilið á meðan gert var við rafmagnslínurnar sem slógu margoft saman og staurarnir kubbuðust niður margir hverjir.
mbl.is Alvarlegar bilanir í flutningskerfi Landsnets
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er að? Er þetta eðlilegt?

Já hef velt þessu fyrir mér í nokkurn tíma, en ætli það sé eitthvað að manni ef maður vill helst vaka á næturnar?  Hef alla tíð fundið fyrir meiri þörf til að vaka á kvöldin eða næturnar en eftir því sem maður eldist hefur þetta þróast út í það að maður vill vaka lengur fram eftir nóttu með hækkandi aldri og sofa frekar fram undir hádegi.  Sumir tala um að fólk sé kvöldsvæft og aðrir morgunsvæfir en þar sem í mínu tilfelli er þetta að þróast út í að snúa sólarhringnum alveg við velti ég því fyrir mér hvort þetta sé eðlileg þróun þar sem mér er farið að standa á sama um hvort ég missi af einhverju sem gerist á morgnana til að ég geti sofið.

Næsta síða »

Um bloggið

Egill Andrés Sveinsson

Höfundur

Egill Andrés Sveinsson
Egill Andrés Sveinsson

Akureyringur,  K.A. maður, hugsjónamaður og fótboltafíkill

Spurt er

Myndir þú nota rafmagnsbíl þó hann væri verulega kraftminni en bensín bílar og kæmist ekki yfir 70 km?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • 057
  • 060

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband