Færsluflokkur: Bloggar

Mun þetta vera nýtt upphaf

Ja nú er það spurning hvort maður taki upp fyrri siði og fari að nota þessa síðu eitthvað, en svona á þeim tíma sem hún hefur ekki verið í notkun hefur maður fjölgað í fjölskyldunni, hætt og byrjað í nokkrum íþróttagreinum, misst trúnna á fjármálakerfinu og upplifað allskonar breytingar á veðrakerfinu hér á landi sem hafa ekki sést í nokkur á og ég tek fagnandi, með meiri snjó og verri hretum,breytingar á hugbúnaði og vélbúnaði hafa líka orðið á þessum tíma en fer ekki nánar í það hér enda efni í sér pistil.  En þakka fyrir í bili og tíminn einn mun leiða það í ljós hvort maður verður aftur virkur hér. 


Jólablogg

Ég óska öllum gleðilegra jóla og farsælds komandi árs Wizard .  Ástæðan fyrir bloggleysi mínu nú um stundir er vegna þess að ég hef reynt að kúpla mig sem mest ég má frá fréttum og annari umræðu um núverandi efnhagsástand síðan bankahrunið varð og einbeita mér frekar að hlutum sem færa mér meiri gleði.

Of lítið sagt um aðgerðir

Lítið er nú sagt í þessari yfirlýsngu og segir hún lítið, mætti koma aðeins meira framm ef taka ætti mark á þessari yfirlýsingu
mbl.is Bæjarstjórn Akureyrar róar íbúana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fimm andarnefjur og einn selur á Pollinum rétt áðan

057Á leið minni í bæinn áðan sá ég sel sem situr á steini við Leiruveginn og fimm andanefjur að veiða sér í svanginn á Drottningarbrautinni neðan við Leikhúsið.  Var ég það heppin að ná myndum af selnum sem hægt er að skoða hér til hliðar og neðan.

060


mbl.is Enn andarnefjur á Pollinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aldrei fór ég suður

Jæja er ekki komin tími á að skrifa inn, hef beðið með það meðan ég frúinn var ekki heima.  Ætluðum suður um síðustu helgi og keppa á íslandsmóti í boccia og í frjálsum, en sú ferð breyttist í ferðina, Aldrei fór ég suður, því við lentum í því að bíllinn valt og allir sem voru með voru meira og minna klambúleraðir eftir þetta og frúin einna verst farin þar sem hún varð viðskila við bílinn.  Handleggsbrotnaði hún og hlaut sem betur fer enginn önnur meiðsl við þetta, og vorum við svo heppin í óheppninni að bíll frá Björgunarsveitinni Reyk var kyrrstæður út í vegkanti er við komust loksins út úr bílnum og meðferðis yfirmaður bráðamóttöku Landsspítalans.  Ellý er losnuð út af sjúkrahúsi núna en hún hefur dvalist þar yfir helgina, sluppu sem betur fer allir aðrir vel frá þessu aðeins með minniháttar hnjask.

Aðfangadagur jóla

Þá er hann kominn, dagurinn sem flestir og ef ekki allir bíða eftir allt árið. Dagurinn er nefnilega aðfangadagur jóla, dagurinn sem börnin bíða eftir til að mega opna jólapakkana, verslunarfólk bíður eftir til að geta slakað á eftir jólaösina og dagurinn sem vonandi allir fá gott að borða á og njóta góðra stunda með fjölskyldunni.

Óska öllum gleðilegra jóla


19.12.07. alveg að koma jól

Jæja alltaf styttist í jólin og er maður að verða búin að öllu sem er á dagskrá núna fyrir jólin, búin að kaupa þær gjafir sem gefnar verða nema fyrir mömmu og pabba og bræður mína, sem verður jafnvel gert á Þorláksmessu ef tími gefst til.  Hringdi í Áslaugu Guðrúnu áðan og óskaði henni góðrar ferðar en hún er á leið til Kanarí og ætlar að eyða jólum og áramótum þar með móður fjölskyldu sinni, en koma svo norður um leið og hún kemur til landsins og vera hér á þrettándanum.  Hef ekki enn farið og nýtt mér jólaopnunartíma verslana og reyndar haldið mér í nokkurri fjarlægð frá öllum verslunum utan hefbundsins opnunartíma, reyni að stressa mig ekki of mikið upp nú í aðdraganda jólanna.

Tók eftir þessu

Var í bænum í nótt og tók eftir að nokkur erill virtist vera hjá lögreglunni því þegar ég kom niður eftir og var að fara Kaffi Akureyri var löggan þar að taka einhvern inn í bíl hjá sér, svo þegar ég yfirgaf Kaffi Akureyri voru þeir mættir aftur að ná í einhvern annan.
mbl.is Ráðist á lögreglumann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Athugið Varúð

Ekki veit ég hvernig það vildi til en mér var boðið að skrá mig eða mitt fyrirtæki líka, en málið er að ég á ekki neitt fyrirtæki til að skrá, svo mér þykir það augljóst að ekki er bara sóst eftir fyrirtækjum í þennan gagnagrunn sem þeir segjast vera að byggja upp.  Var það mér til happs að bréfið kom á ensku og allur póstur sem ég fæ frá póstföngum sem ég kannast ekki við er skilgreindur sem ruslpóstur.  Vil ég því vara almenning við þessu líka.


mbl.is Varað við fyrirtækinu Euro Business Guide
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Gott er að vita til þess að löggan er að ná einhverjum árangri í baráttunni við fíkniefnadjöfulinn.  Óska þeim góðs gengis í þessari eilífðar baráttu við fíkniefnin.
mbl.is Tvö fíkniefnamál á Akureyri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Egill Andrés Sveinsson

Höfundur

Egill Andrés Sveinsson
Egill Andrés Sveinsson

Akureyringur,  K.A. maður, hugsjónamaður og fótboltafíkill

Spurt er

Myndir þú nota rafmagnsbíl þó hann væri verulega kraftminni en bensín bílar og kæmist ekki yfir 70 km?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 057
  • 060

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 681

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband