Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Of lítið sagt um aðgerðir

Lítið er nú sagt í þessari yfirlýsngu og segir hún lítið, mætti koma aðeins meira framm ef taka ætti mark á þessari yfirlýsingu
mbl.is Bæjarstjórn Akureyrar róar íbúana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta færslan í ár 28.02.08. Til heiðurs Queen og Paul Rogers

jæja, nýtt ár byrjar með ágætum, nýjir kjarasamningar í höfn og allt viðist stefna í rétta átt, en einhvrnveginn heyrðist mér á kennurum og nú síðast á starfsmönnumríkis og bæja að þessir hópar séu líklegir til að sprengja kjarasamningana sem lokið er við þó við vonum hið besta og fólkið stilli kröfum sínum í hóf.

hljómsveitin Queen ásamt Paul Rogers er nýbúin að senda frá sér lagið 'Say It's Not True' og hljómar það mjög vel, myndbandið er öllu sorglegra og vekur okkur til umhugsunar um hver erfitt getur verið hjá fólkinu í Afríku.  Set hérna inn myndbandið svo fólk geti séð það og þeir heyrt lagið sem ekki hafa heyrt það eða kannast ekki við það.

Set einnig inn heimagert hljómleika myndband fyrir neðan.


Undirskrift til góða?

Hvert ætli hafi verið innihald þessara sáttmála?  Ætli hann sé á þeim nótum að hægt sé að sætta sig við hann eða ætli hann sé eins og margt það sem kemur frá Evrópusambandinu, algjörlega óásættanlegt.
mbl.is Skrifað undir nýjan sáttmála ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerist það aftur

Get nú ekki sagt annað en ég dáist af Rússum fyrir að taka upp gamla siði frá tímum Sovétríkjanna þó ekki sé hægt að lesa neitt út úr þessum gjörðum þeirra nema ógnun við önnur lönd.  Kannski fer járntjaldið að rísa aftur enn austar og Evrópa að skiptast á ný í austur og vestur á nýjum landamærum, allt eru þetta þó hugleiðingar og langt frá raunveruleikanum að minni vitund, þó mér sýnist að aldrei megi útiloka neitt þegar Rússar eiga í hlut.
mbl.is Rússar útvíkka heræfingar sínar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferðamannvirki

Verð ég nú að segja að Hringtorg eru að mínu viti að stóru leyti mjög góður kostur nema í reykjavík þar sem mér finnst umferðin vera orðin of mikil til að þau geti verið til góðs fyrir utan austan við Breiðholt þar sem þau eru góður kostur.  En stærsti kosturinn sem ég sé við ljósin er hvað þau geta virkað vel gegn hraðakstri í flestum tilfellum, þó til séu dæmi um að ökumenn sem keyra of hratt fari yfir á rauðu.  Sé ég því bæði kosti og galla við báðar útfærslur og persónulega verð ég að segja að mér líkar ljósin betur nema á þeim stöðum á höfuðborgarsvæðinu þar sem búið er að koma fyrir beygjuljósum í allar áttir og helst líka gegn akstursstefnu.  Verð ég samt að segja að mislæg gatnamót er eitthvað sem myndi bara ganga á höfuðborgarsvæðinu en hvergi annarsstaðar.
mbl.is Hringtorg í stað ljósa draga úr slysum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Annað þrælastríð?

Einhvernveginn virðast bandaríkjamenn ekki átta sig á þessu að öll samtök í heiminum hugsi eins og þeir, ef það er eldflaugavarnakerfi á staðnum er það mitt álit að það geti frekar leitt til stríðs heldur en ef það væri ekki.  Myndi líkja þessu við þrælastríðið sem var háð í bandaríkjunum,
er þrælanir byrjuðu uppreisn þó þeir vissu að þeir ættu við ofurefli að etja en unnu samt að lokum, ætli það verði örlög bandaríkjana að tapa í svoleiðis stríði?

Má ekki gera tafarlausar breytingar?

Merkilegt með þau lönd sem eru að taka á losun koldíoxíðs, að breytingarnar er ætlað að gera á svo löngu tímabili að áhrif breytinganna verða takmörkuð í langann tíma vegna hve þjóðfélagið breytist hægt í átt að betra loftslagi.
mbl.is Bretar munu kynna lög er sem ætlað er að draga úr losun koldíoxíðs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

´Hvernig ættla þeir að koma þessum lögum í framkvæmd?

Er þetta ekki bara spurning um að ríkið fari að borga okkur landsmönnum, hinum almenna leikmanni fyrir okkar hlut í þjóðareigninni og geti þá farið með hana að vild?
mbl.is Stjórnarandstaðan vill útskýringar á stjórnarskrárfrumvarpi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymska

Get ekki sagt að þessar fréttir sem ég les um Baugsmálið séu traustvekjandi fyrir fyrirtæki baugs og fyrir Kaupþing(KB banka), þar sem bankastjórar Kaupþings gætu gleymt hvar peningar séu sem settir voru í bankann, og Baugur gæti gleymt hvað innkaupsverðið var á tilteknum vörum hjá þeim og þeir hækkað þær því talsvert (Veit þetta er svolítið langsótt en miðað við minnið sem þeir virðast hafa kæmi mér þetta ekki á óvart).
mbl.is Uppnám í dómssal vegna tölvupósta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Aðsvif í sölum alþingis

Er loftlaust í sölum alþingis eða eru ráðherrar svona illa á sig komnir, minnir að Davíð Oddson og Björn Bjarnason hafi lent í þessu líka og jafnvel einhverjir almennir þingmenn líka.  Vonandi bara að hann nái sér almennilega eftir þetta.
mbl.is Ráðherra varð að gera hlé á ræðu sinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Um bloggið

Egill Andrés Sveinsson

Höfundur

Egill Andrés Sveinsson
Egill Andrés Sveinsson

Akureyringur,  K.A. maður, hugsjónamaður og fótboltafíkill

Spurt er

Myndir þú nota rafmagnsbíl þó hann væri verulega kraftminni en bensín bílar og kæmist ekki yfir 70 km?
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 057
  • 060

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 677

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband